Daladrungi <br><small><i> Viveca Sten </i></small></p>

Daladrungi
Viveca Sten

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.299 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.299 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

MORÐIN Í ÅRE

Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur sem skotið hefur rótum í fásinninu við norsku landamærin. Drungaleg saga mætir þeim Hönnu og Daniel í hverju spori við rannsóknina ...

Daladrungi er önnur bókin í seríunni MORÐIN Í ÅRE, ægifögru skíða- og útivistarsvæði í Jämtlandi. Fyrsta bókin, Helkuldi, fékk frábærar viðtökur.

Viveca Sten er einn virtasti og vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Bókaflokkur hennar, Sandhamn-morðin, sló í gegn víða um heim og hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi.

Elín Guðmundsdóttir þýddi.

„Viveca Sten hefur aldrei verið betri. Það er dimmt og kalt og höfundurinn er með mig í helgreipum!“ – Boktogig  

„Eins og Vivecu Sten er einni lagið vefur hún saman lýsingum á stórfenglegri náttúru og sterkum persónum svo að úr verður æsispennandi morðgáta sem gagntekur mann.“– Dagens Nyheter

Kilja – 447 bls.

Útgáfuár: 2023