FIMMTA BÓKIN Í SÖNG UM ÍS OG ELD.
Framtíð konungsríkjanna sjö er í óvissu. Nýjar ógnir steðja að. Barist er á öllum vígstöðvum með tilheyrandi grimmd og blóðsúthellingum. Svik, launráð og myrkraverk. Örlögin hafa hagað því svo til að stiginn er sannkallaður dauðadans.
Nýtt bindi í hinum magnaða sagnabálki, sem kenndur er við fyrstu bók bálksins, Game of Thrones, eftir hinum geysivinsælum sjónvarpsþáttum sem eru meðal annars teknir upp á Íslandi.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
„Þegar textinn er svona magnaður er hann biðarinnar virði.“ – Entertainment Weekly
„George R.R. Martin á engan sinn líka í heimi fantasíunnar.“ – Sunday Times
„Stórkostlegur sagnabálkur.“ –SFX
„Dans við dreka er epísk fantasía eins og á að skrifa hana.“ – The Washington Post
„Lengi lifi George R.R. Martin!“ – The New York Times
Kilja – 1.248 bls.
Útgáfuár: 2019