Í þessum einstæðu endurminningum birtist lifandi og áhrifamikil mynd af skáksnillingnum Bobby Fischer, allt frá barnæsku hans í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Lesandinn fær óvænta innsýn í líf og persónuleika Fischers sem lengi hefur verið heiminum ráðgáta. Hér er í fyrsta sinn brugðið upp heildstæðri mynd af manninum á bak við goðsögnina, áhugamálum hans og lífsviðhorfum. Við kynnumst tilfinningaríkum og flóknum manni, einlægum og örlátum vini sem er bæði íhugull og hnyttinn þegar hann ræðir sviptingasamt lífshlaup sitt, glæstan frama og margþætt mótlæti.
Höfundur bókarinnar, Garðar Sverrisson, var nánasti vinur Fischers. Bók hans hefur meðal annars komið út á ensku og hlotið einróma lof fyrir það mannlega innsæi sem hún þykir veita. Garðar hefur áður skrifað metsölubækurnar Kristján og Býr Íslendingur hér?
Kilja – 226 bls. auk 8 bls. litmyndaarkar
Útgáfuár: 2023
„Óvenju upplýsandi og grípandi verk sem ber af öllum þeim fjölda bóka sem skrifaðar hafa verið um Fischer. Á meðan nafn hans lifir verður þessi bók lesin af brennandi áhuga og til hennar vitnað.“ – Edward Winter
„Sérlega vel skrifuð og áhugaverð frásögn, sem býr yfir sálfræðilegri dýpt og veitir nýja innsýn í þann flókna persónuleika sem duldist að baki goðsögninni. Bókin er sannkallaður happafengur fyrir alla skákunnendur, en hefur jafnframt mun víðari sammannlega skírskotun.“ – Gyrðir Elíasson
„… lifandi mynd af því hvernig Bobby var í raun og veru.“ – Frederic Friedel, Chessbase
„Lýsingarnar á vináttu þeirra og samskiptum eru skrifaðar af hlýju og nærfærni og stíllinn er fádæma flottur, áreynslulaus og áferðarfallegur og sýnir vel færni Garðars sem rithöfundar. Lesandinn hrífst með og heillast af þessum dálítið sérlunda mönnum og það er sjaldgæft en velkomið að fá svo djúpa innsýn í vináttu tveggja fullorðinna karlmanna.“ – Friðrika Benónýsdóttir, Fréttatíminn
„Sannkallaður yndislestur . . . Höfundur er í raun laus við þá áþján að líta á Fischer sem eitthvert átrúnaðargoð.“ – Stefán Bergsson, DV
„... stórmerkileg ... sýnir Fischer í alveg nýju ljósi: Mannlegan, nærgætinn og vinalegan. Órafjarri ímyndinni um sturlaða snillinginn eða heiftúðuga ofstækismanninn. Öðrum þræði er þetta líka saga um vináttu tveggja manna sem örlögin leiddu saman, eftir öllum kúnstarinnar reglum. — Garðar er mjög flinkur höfundur og lesendur þurfa ekki að kunna mannganginn til að hrífast með.“ – Hrafn Jökulsson
„… lifandi mynd af því hvernig Bobby var í raun og veru … við kynnumst Bobby Fischer sem einlægum og örlátum vini, skapmiklum og skemmtilegum, íhugulum og hlédrægum. Við kynnumst bókaorminum, náttúruunnandanum, uppreisnarmanninum og mömmustráknum. – Frederic Friedel, Chessbase
„Bók Garðars er einstaklega merkileg, skrifuð af næmni og lipurð og á eftir að verða lítill klassíker í öllum þeim haug bók sem eru til um Bobby Fischer og á eftir að skrifa um hann.“ – Össur Skarphéðinsson
„Þessi dásamlega bók Garðars um vináttu hans og Bobby Fischers – og þar með síðustu ár Bobbys, líf hans á Ísland, sérvisku, veikindi og dauða – er algerlega einstök.“ – Karl Th. Birgisson, Herðubreið
„Mér fannst þetta góð bók og las hana í einum rykk. Það er eiginlega mesta hrós sem ég get gefið nokkru riti.“
– Benedikt Jóhannesson, Heimur.