
ÞÆTTIR ÚR SÖGU FORNALDAR
Í þessari bók eru dregin saman meginatriðin í sögu hins gríska menningarheims allt frá tímum Mínóa á Krít og þar til Rómverjar lögðu löndin við austanvert Miðjarðarhaf undir veldi sitt á 1. öld f.Kr.
Þótt bókin sé upphaflega samin sem kennslubók fyrir framhaldsskóla nýtist hún ekki síður almennum lesendum sem vilja kynna sér menningu og sögu Forn-Grikkja í liprum og aðgengilegum texta.
Bókin er prýdd ríkulegu myndefni sem varpar ljósi á þá atburði og persónur sem um er fjallað.
Þilja – 240 bls.
Útgáfuár: 2023