Þroskasaga Öddu, munaðarleysingjans sem ung læknishjón tóku að sér, hefur heillað börn á öllum aldri allt frá því að fyrsta bókin kom út árið 1946. Þær eru bráðskemmtilegar aflestrar, skrifaðar á vönduðu máli sem öll börn skilja og prýddar sígildum teikningum Halldórs Péturssonar. Alls eru bækurnar sjö — og koma nú út í fyrsta sinn allar saman í pakka.
Adda – Adda og litli bróðir – Adda lærir að synda – Adda kemur heim – Adda í kaupavinnu – Adda í menntaskóla – Adda trúlofast
978-9935-21-082-1
Innbundið – 672 bls.
Útgáfuár: 2015