Bold-fjölskyldan 6
Verið svo væn – að verða græn!
Bold-fjölskyldan lætur sér annt um umhverfið. Hún endurnýtir og endurvinnur allt sem hugsast getur.
Dag einn fara krakkarnir með gömul föt á nálægan nytjamarkað, en ferðin þangað leiðir til þess að fjölskyldan ratar í enn eitt björgunarævintýrið. Og þá færist nú fjör í leikinn. Um sama leyti kemur gamall vinur í heimsókn og segir þeim heldur betur óvænt tíðindi.
Enn á ný reynir Bold-fjölskyldan að bjarga dýrum í vanda – en líka plánetunni Jörð.
Frábærlega skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri eftir breska grínistann Julian Clary með myndum eftir David Roberts. Fyndnasta bók ársins!
Magnús Jökull Sigurjónsson þýddi.
Innbundin – 296
Útgáfuár: 2023