Tengdamamman <br><small><i> Moa Herngren</i></small></p>

Tengdamamman
Moa Herngren

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Ása er einstæð móðir sem hefur alltaf verið í nánu sambandi við son sinn. En þegar hann kynnist nýrri kærustu breytist allt. Samskiptin verða fljótlega erfið. Ása leggur sig fram um að mynda tengsl við tengdadótturina en það er lagt út sem afskiptasemi. Áður en langt um líður stendur hún frammi fyrir átökum sem munu sundra fjölskyldunni.

Ása fær að vita að sonurinn skynjar uppvöxt sinn og líf þeirra saman með allt öðrum hætti en hún. Meinar sonur hennar það sem hann segir eða lætur hann stjórna sér? Þegar móðir Ásu deyr finnst henni eins og hún sé alein í heiminum.

Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.

Hrífandi skáldsaga um ýmsar hliðar mannlegra samskipta eftir sænska skáldsagnahöfundinn Moa Herngren, einn af höfundum Netflix-seríunnar Bonus Family. 

„Meistaralega skrifuð skáldsaga um sambönd.“ – Litteraturmagazinet

„Moa Herngren sýnir nákvæmlega hvernig ofurstjórnsemi lýsir sér og hversu afdrifarikar afleiðingar rógburður getur haft, m.a. á þann veg að sá sem er stanslaust lýst sem undarlegum fer á endanum að hegða sér undarlega ...“ – Svenska Dagbladet

„Bók sem ekki er hægt að leggja frá sér án þess að lesa til enda.“ – Sveriges Radio

Kilja – 333 bls.

Útgáfuár: 2024