
VINSÆLASTI LJÚFLESTRARHÖFUNDUR HEIMS
Darcy Gray er vinsæll áhrifavaldur, með meira en milljón fylgjendur á netinu. Hún er um fertugt, gift stórríkum verslunareiganda og býr á Manhattan í New York. Dætur þeirra, tvíburarnir Penny og Zoe, eru erlendis í skiptinámi. Til að fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli ákveður Darcy að koma manni sínum á óvart og fljúga til Rómar þar sem hann er í viðskiptaerindum. En þar verður hún fyrir áfalli lífs síns. Hún flýr til dóttur sinnar Zoe í París.
En meðan hún dvelur í París skellur á heimsfaraldur og hún neyðist til að vera áfram í Frakklandi, aðskilin bæði frá Zoe og stórfjölskyldunni. Það verður henni til bjargar andlega að hún fær skjól hjá aldraðri kvikmyndastjörnu þar sem hún kynnist bandarískum verkfræðingi. Í sameiginlegri innilokun bráir af Darcy og þrátt fyrir áhyggjur af dætrunum veit hún að betri tíð er í vændum.
Áhrifarík skáldsaga um hvernig mikið andstreymi getur fætt af sér von – og jafnvel nýtt líf.
Bandaríska skáldkonan Danielle Steel er vinsælasti ljúflestrarhöfundur heims og hafa bækur hennar selst í meira en milljarði eintaka. Bækur henna koma nú aftur út á íslensku eftir langt hlé.
Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.
Kilja – 273 bls.
Útgáfuár: 2025