
Árið er 1884. Nútíminn er að renna í hlað með ferskum straumum en kvennabaráttan að vakna. Ung yfirstéttarkona, Alexandra Rosenkvist, hafði verið send norður í land eftir að hafa valdið fjölskyldu sinni hneykslun.
Maður sem hafist hefur af sjálfum sér, Atle Falk, fær það verkefni að fylgja henni aftur heim til Stokkhólms. Þau eiga nánast ekkert sameiginlegt en á ferðalaginu láta forboðnar tilfinningar á sér kræla. Alexandra þráir að mega lifa lífinu eins og hún vill sjálf en íhaldssöm fjölskylda hennar þykist vita hvað henni sé fyrir bestu.
Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði.
Sænsku ljúflestrardrottningunni Simonu Ahrnstedt bregst ekki bogalistinn í þessari hrífandi sögulegu skáldsögu um ást og örlög á umbrotatímum.
Tilnefningar
• Ljúflestrarbók ársins í Svíþjóð
• Besta ljúflestrarbókin á Storytel í Svíþjóð
★★★★ „Þetta er ljúflestrarbók eins og þær gerast bestar, skemmtileg og vel skrifuð.“ Familie Journalen
„Heillandi lýsing á baráttu Alexöndru við að elta drauma sína og þeim aðstæðum sem konur bjuggu við á sínum tíma.“ Aftonbladet
„Snilldarlega vel útfærður söguþráður ... Til hamingju, Simona Ahrnstedt!“ Dagens Nyheter
★★★★★ „Ég gat ekki hætt að lesa.“ Bogrummet.dk
Kilja – 589 bls.
Útgáfuár: 2025