
Það er steikjandi hiti í Norður-Devon á Englandi og ferðamenn flykkjast að ströndinni. Lögregluforinginn Matthew Venn er kallaður út á vettvang glæps í húsi listamanna úti í sveit. Þar blasir við honum sviðsett morð. Maður að nafni Nigel Yeo hefur verið stunginn til bana með broti úr glerlistaverki dóttur sinnar.
Nigel Yeo var vammlaus embættismaður, dáður af dóttur sinni og virðist ekki hafa átt neina óvini. Það kemur Matthew í opna skjöldu að dóttirin er náin vinur Jonathans eiginmanns hans.
Skömmu síðar er framið annað morð með svipuðum hætti. Brátt stendur Matthew frammi fyrir lygavef í innsta kjarna samfélags hans. Og við rannsókn málsins færast böndin hættulega nálægt honum sjálfum.
Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði.
Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Verðlaunabækur hennar um lögregluforingjana Jimmy Perez (Shetland) og Veru Stanhope hafa notið mikilla vinsælda. Kvein gráhegrans er önnur bókin í nýjum bókaflokki eftir Cleeves. Fyrsta bókin í seríunni, Fuglinn í fjörunni, fékk frábærar viðtökur.
„Dásamlega heillandi ... í anda Agöthu Christie.“ – Booklist
„Matthew Venn er verðugur afrtaki Jimmy Perez.“ Kirkus Review
„Vel skrifuð saga ... snjall og margslunginn söguþráður, persónusköpun og umhverfislýsingar mjög sannfærandi ... Nýir jafnt sem gamlir aðdáendur Cleeves munu verða hæstánægðir.“ – Publishers Weekly
„Linnulaus spenna í afar vel útfærðri skáldsögu.“ – The Wall Street Journal
Kilja – 426 bls.
Útgáfuár: 2024