Hrafnamyrkur<br><small><i>Ann Cleeves</i></small></p>

Hrafnamyrkur
Ann Cleeves

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Kaldur janúarmorgunn. Hjaltland er á kafi í snjó. Lík unglingsstúlku finnst á víðavangi. Grunur beinist undireins að einfeldningnum Magnúsi Tait sem býr skammt frá. En þegar lögreglan fer að rannsaka málið kemur ýmislegt í ljós sem legið hefur í þagnargildi. Ótti breiðist út í samfélagi eyjarskeggja. Í fyrsta sinn í mörg ár taka Hjaltlendingar að læsa híbýlum sínum. Það er morðingi á meðal þeirra.

Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.

Snjólaug Bragadóttir þýddi.

G L Æ P A S A G A   Á R S I N S ! — Gullni rýtingurinn 2006

„Grípandi lesning.“ — Val McDermid

„Ískaldur hrollur ... blóðið frýs í æðunum.“ — The New York Times Book Review

Hrafnamyrkur ber þess glöggt vitni hvað Ann Cleeves er snjall rithöfundur ... afar vel skrifuð bók.“  Sunday Telegraph

„... þriller sem heldur lesandanum spenntum til síðustu blaðsíðu ... Hrollvekjandi.“ — Publishers Weekly

Kilja – 334 bls.

Útgáfuár: 2017