Glæpasaga sem gerist á Íslandi
Tveir smákrimmar ræna einn stærsta eiturlyfjasalann í Reykjavík. Þeir höfðu lagt á ráðin um að komast fljótt til sólarlanda með ránsfenginn sem er há fjárhæð í evru-seðlum. En allar ráðagerðir fara út í veður og vind þegar flóttabíllinn kemur ekki á tilsettum tíma. Þeir ræna í staðinn bíl tveggja kvenna og neyða konurnar til að fara með sér út í sveit. Þar fara þeir í felur á afskekktu sveitahóteli sem er lokað yfir veturinn. Það kyngir niður snjó og spennan magnast á hótelinu meðan krimmarnir leggja á ráðin um næstu skrefin. Yfir þeim vofir hrottafengin hefnd eiturlyfjasalans og leit lögreglunnar að mannræningjum kvennanna. Í hönd fer æsileg atburðarás með kómísku ívafi og óvæntum uppákomum.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Gunnhildur Gísladóttir og aðstoðarmenn hennar í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu rannsaka hvarf kvennanna. Þetta er önnur bókin um Gunnu sem kemur út á íslensku. Fyrri bókin, Bláköld lygi, fékk hinar bestu viðtökur.
Enski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Quentin Bates hefur tekið ástfóstri við Ísland og glæpasögur hans gerast allar á Íslandi.
Jón Þ. Þór þýddi.
„Fullkomlega trúverðug.“ – Craig Robertson
„Frábær sería.“ – Eurocrime
Kilja – 335 bls.
Útgáfuár: 2019