Klær gaupunnar <br><small><i>Karin Smirnoff</i></small></p>

Klær gaupunnar
Karin Smirnoff

4.499 kr
4.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

MILLENNIUM

Alþjóðleg fjárglæfraöfl hafa hreiðrað um sig nyrst í Svíþjóð og svífast einskis við nýtingu viðkvæmra nátturuauðlinda. Í bænum Gasskas finnst verktaki myrtur. Mikael Blomkvist fer á stúfana og kemst að því að það er maðkur í mysunni. En rannókn hans verður til þess að loftslagsaðgerðarsinni týnir lífinu. Á sama tíma gera öfl i undirheimunum harða hríð að Lisbeth Salander ...

Enn á ný liggja leiðir Mikaels Blomkvist og Lisbeth Salander saman í æsispennandi fléttu samsæra og svika.

Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.

Bækur sænska metsöluhöfundarins Karin Smirnoff í Millennium-bókaflokknum, sem Stieg Larsson hrinti af stokkunum, hafa slegið í gegn. Klær gaupunnar er áttunda bókin í flokknum.

„Afar vel skrifuð og spennandi.“ – Dast

„Plottið er snjallt og úthugsað og tök Karin Smirnoff á tungumálinu verðskulda lestur bara þess vegna.“ – Dagens Nyheter

„Hrikalega spennandi.“ – Femina

„Æsispennandi ... Millennium-bókaflokkurinn mun eiga langt líf fyrir höndum.“ – Svenska 
Dagbladet

Kilja – 382 bls.

Útgáfuár: 2025