Biblían á 100 mínútum <br><small><i>Hljóðbók</i></small></p>

Biblían á 100 mínútum
Hljóðbók

1.999 kr
1.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Michael Hinton setti saman.

Allir þekkja Biblíuna, bók bókanna. En alltof fáir hafa lesið í henni, hvað þá lesið hana spjaldanna á milli.

Biblían á 100 mínútum geymir frásagnir Biblíunnar í hnotskurn – frá Mósebókunum til Opinberunarbókarinnar.

Biblían í þessum nýja búningi tekur einungis um 100 mínútur í lestri – og er því tilvalin í ferðalagið eða upplýsandi kvöldlestur.

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, skrifar formála að bókinni og kemst þar m.a. svo að orði: „Ég fagna útkomu Biblíunnar á 100 mínútum. [Hún] er skemmtilegt og handhægt yfirlit . . . [og] gefur glögga innsýn í meginstef Biblíunnar og handhægan leiðarþráð til að rata gegnum hana.“

Jakob F. Ásgeirsson þýddi.

Lesari: Sigurður Skúlason

Tveir geisladiskar.

Útgáfuár: 2007