
Adda og litli bróðir er önnur bókin í sígildum bókaflokki eftir verðlaunahöfundana Jennu og Hreiðar.
Öddu-bækurnar eru meðal vinsælustu barnabóka sem hafa komið út á Íslandi. Þær eru bráðskemmtilegar aflestrar og skrifaðar á vönduðu máli sem öll börn skilja.
Bækurnar eru prýddar sígildum teikningum Halldórs Péturssonar. Þær höfða einkum til barna á aldrinum 6–12 ára.
Adda litla er í sveit þegar hún eignast bróður. Hana langar óskaplega mikið til að sjá hann. Eitt kvöldið strýkur hún úr sveitinni heim til sín.
Innbundin – 96 bls.
Útgáfuár: 2009