
Adda í menntaskóla er sjötta bókin í sígildum bókaflokki eftir verðlaunahöfundana Jennu og Hreiðar.
Öddu-bækurnar eru meðal vinsælustu barna- og unglingabóka sem hafa komið út á Íslandi. Þær eru bráðskemmtilegar aflestrar og skrifaðar á vönduðu máli.
Bækurnar eru prýddar teikningum Halldórs Péturssonar.
Adda er komin til Reykjavíkur. Þar þarf hún að bjarga sér upp á eigin spýtur. Hún er orðin nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Mörg skemmtileg og lærdómsrík atvik koma fyrir í skólalífinu, auk þess sem Adda eignast nýja og góða vini.
Innbundin – 96 bls.
Útgáfuár: 2013