
Minning um morð (Five Little Pigs/Murder in Retrospect) er ein kunnasta sakamálasaga Agöthu Christie og meðal mest seldu bóka hennar.
Sumir telja að Agatha sé öðrum þræði að skrifa um fyrra hjónaband sitt í þessari bók, en atburðir sögunnar gerast um líkt leyti og hún hvarf, eins og frægt varð.
Minning um morð kom út á frummálinu árið 1942 en kemur nú út í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn.
John Curran, höfundur nýrrar bókar um Agöthu segir: „Minning um morð er hápunkturinn á ferli Christie sem sakamálasagnahöfundar; fullkomnasta blanda hennar af leynilögreglusögu og „venjulegri“ skáldsögu.“
Ragnar Jónasson þýddi og ritaði eftirmála.
Kilja – 273 bls.
Útgáfuár: 2009