Að skilja heiminn <br><small><i>Einar Benediktsson</i></small></p>

Að skilja heiminn
Einar Benediktsson

2.999 kr
2.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Æviminningar sendiherra

Einar Benediktsson er einn af okkar reyndustu sendiherrum. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni í meira en þrjá áratugi og var sendiherra í París, London, Washington, Brussel og Osló.

Allan tíma sinn í utanríkisþjónustunni var Einar í fararbroddi samskipta Íslands við aðrar Evrópuþjóðir – allt frá aðildinni að EFTA til EES-samningsins. Gerðist Einar snemma eindreginn talsmaður þess að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.

Í þessari bók bregður Einar upp einstökum myndum af lífi og starfi stjórnarerindreka á viðburðamiklum tímum, ekki síst Parísarárunum þar sem hann dvaldi lengst. Hann lýsir æskuárum sínum í Reykjavík kreppu- og styrjaldarára, segir frá foreldrum sínum, hinum goðsagnakennda afa sem hann var heitinn eftir og forvitnilegum örlögum ættmenna sinna, svo sem föðursystkina og frændfólks af Ráðagerðisætt á Nýja Sjálandi.

Yfir frásögninni allri er viðfeldinn blær manns sem ekki aðeins hefur verið virkur þátttakandi í straumum og stefnum síns tíma heldur hefur gert sér far um að skyggnast undir yfirborðið – og skilja heiminn.

Innbundin – 298 bls. + 16 myndasíður

Útgáfuár: 2009