Erótíski sálfræðitryllirinn Maestra sló í gegn á heimsvísu árið 2016. Þar segir frá Judith sem vinnur í virtu uppboðshúsi í London þar sem hún er vel metin sökum menntunar sinnar og óaðfinnanlegrar framkomu. En hún á sér myrka hlið sem brýst fram um kvöld og nætur. Líf hennar tekur óvænta stefnu þegar hún kemst á snoðir um hættulegt listaverkarán. Í kjölfarið hefst æsileg rússíbanareið milli frönsku Ríverunnar, Genfar, Rómar og næturklúbba Parísar.
Maestra er fyrsta bókin í ómótstæðilegum erótískum spennuþríleik um ævintýralegt líf kaldrifjaðs tálkvendis. Hinar bækurnar tvær eru Domina og Ultima.
L. S. Hilton, höfundur metsölubókanna Maestra, Domina og Ultima, ólst upp í Englandi en hefur síðan búið víða, svo sem á Key West, í New York, París og Mílanó. Eftir að hafa lokið prófum í enskum bókmenntum frá Oxford-háskóla nam hún listasögu í París og Flórens.
Stella Rúnarsdóttir þýddi.
„Erótík ársins!“ – New York Post
„Höfundurinn neglir þig strax í fyrsta kafla!“ – El Pais
„Ein af bókum ársins. Jackie Collins í bland við Jo Nesbo. Freisting til að falla fyrir.“ – Irish Independent
Kilja – 328 bls.
Útgáfuár: 2021