Góða nótt, Silja<br><small><i>Sigurjón Magnússon</i></small></p>

Góða nótt, Silja
Sigurjón Magnússon

translation missing: is.products.product.regular_price
2.999 kr
translation missing: is.products.product.sale_price
2.999 kr
VSK er innifalinn Sendingarkostnaður er innifalinn í verði

Góða nótt, Silja vakti feiknaathygli þegar hún kom first út árið 1997 og hlaut mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda.

Sagan gerist í Reykjavík á nokkrum dögum um haust. Næturvörðurinn er vinafár maður og sækir félagsskap til fjölskyldu í austurbænum.

En jafnvel í hversdagslegustu samskiptum fólks leynast hættur. Smávægilegt feilspor getur auðveldlega hrundið af stað atburðarás sem enginn mannlegur máttur fær stöðvað.

Í mannshjartanu er ekkert hversdagslegt, þar ríkir alltaf upplausn, voði og ringulreið — og einmitt þar gerist þessi saga.

Allt frá því Góða nótt, Silja kom fyrst út 1997 hefur Sigurjón Magnússon verið meðal okkar fremstu skáldsagnahöfunda.

**** ½* „Hér er einfaldlega að verki afskaplega gott skáld.“ – Hrafn Jökulsson

„… feiknagóður stílisti … sálfræðilegt innsæi … Manni líður ekki alltaf vel þegar maður les þessa bók, en hún skiptir mann máli.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir

„… vel skrifuð, yfirveguð og skemmtileg aflestrar.“ – Þröstur Helgason

Kilja – 183 bls.

Útgáfuár: 2015