Borgir og eyðimerkur<br><small><i>Sigurjón Magnússon</i></small></p>

Borgir og eyðimerkur
Sigurjón Magnússon

translation missing: is.products.product.regular_price
2.999 kr
translation missing: is.products.product.sale_price
2.999 kr
VSK er innifalinn Sendingarkostnaður er innifalinn í verði

Skáldsaga um Kristmann Guðmundsson.

Kristmann Guðmundsson gat sér ungur skáldfrægð á Norðurlöndum og naut mikillar alþýðuhylli. Hann bjó í Noregi en þráin eftir Íslandi var sterk í brjósti hans. Sú þrá átti eftir að reynast honum afdrifarík.

Borgir og eyðimerkur gerist um það bil aldarfjórðungi eftir heimkomu skáldsins til Íslands, á miklum og þungbærum örlagatíma í lífi hans. Kristmann hefur lengi átt undir högg að sækja og vorið 1964 stendur hann í málaferlum við ungan rithöfund, Thor Vilhjálmsson, sem veist hefur að honum í tímaritsgrein.

Allt frá því Sigurjón Magnússon sendi frá sér skáldsöguna Góða nótt, Silja árið 1997 hefur hann verið meðal okkar fremstu skáldsagnahöfunda. Saga hans, Endimörk heimsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

„Um ýmsa þætti í ævi Kristmanns fjallar Sigurjón á afar skemmtilegan og næman hátt í sögu sinni.“ – Illugi Jökulsson

Kilja – 155 bls.

Útgáfuár: 2016