Jack <br><small><I>Marilynne Robinson</i></small></p>

Jack
Marilynne Robinson

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Jack er týndi sonur Johns Ames, prestsins í smábænum Gilead. Ástir takast með honum og kennaranum Dellu Miles sem er líka prestsdóttir. En fagurt samband þeirra er þyrnum stráð. Della er svört á hörund og aðskilnaður kynþáttanna er þá enn ríkjandi víða í Bandaríkjunum.

Mögnuð skáldsaga um ást og átök, trú og siðgæði, illsku og hugrekki, vanmátt og von.

Jack er fjórða bókin í hinum víðfrægu Gilead-bókum sem þykja endurspegla á listilegan hátt þjóðarsál og margslungna sögu Bandaríkjanna. Hinar bækurnar þrjár eru: Gilead, Heima og Lila. Allar bækurnar fjórar hafa komið út í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar.

Marilynne Robinson er einn virtasti rithöfundur samtímans. Bækur hennar hafa hlotið öll helstu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna og verið þýddar á 35 tungumál.

„Glæsilega skrifuð ... sannar kenninguna um að ástin sigri allt en þó ekki án umtalsverðs sársauka.“ – Kirkus

Frábær.“ – O, the Oprah Magazine

Kilja – 389 bls.

Útgáfuár: 2021